Græn maurætupiparkaka, fiðurkollur í sundi og tannleysi

Sat í bleika prinsessuherberginu áðan, í turnherberginu góða, nýbúin að skreyta piparkökur, með græna maurætupiparköku í poka handa Þórði sem var bytheway það dolfallinn yfir listrænum hæfileikum mínum að hann át vesalinginn fljótt, snöggt, engar þjáningar, piparkökudrengir og stúlkur um allan heim hefðu ekki getað endal líf sitt hraðar og betur.

 Ég er byrjuð að vinna í fríinu mínu, á gamla staðnum mínum á Hrafnistu, endurhæfingadeild. Held það sé ekki betri leið til að komast í jólaskap en að  skottast um með gamlar fiðurkollur og kalla, spjallandi um gömlu jólin við vitur fólk sem man tímanna tvenna ef ekki þrenna!

já það er alveg yndislegt að vera þarna. Svo ætla ég að syngja í jólasundinu næsta mánudag. Þá verður jólastund í sundlauginni, presturinn og fólkið á bakkanum, sundgellurnar í lauginni að sýna fimi sína, ég þarna eitthvað að reyna að vera dívuleg við kvennaklefan og malt og appelsínið fllæðir, konfekt og kroppasýning. Er ennþá að velta jólalögunum fyrir mér, ætla að syngja þrjú lög, get bara ekki ákveðið mig! Ef þið hafið hugmyndir að jólalögum sem gæti verið sneddí að syngja á sundlaugarbakka þá endilega spill it át...

  Mig dreymdi í nótt að ég missti úr mér tennurnar ég hélt á þeim í lófanum því ég ætlaði að setja þær uppí mig seinna. Síðan kom Páll Óskar inní þetta einhverveginn, man ekki hvað hann var að gera en ég var allavega tannlaus!

.........Steikt,steiktari,steiktust..........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Jólalög ... glámur og skrámur eru kanski ekki beint góð uppástunga, "jóla hvað" ... langdregið og reyndar ekki slæm hugmynd því þú gætir tekið 1 lag í stað 3ja miðað við lengd á laginu því arna!  á fyrsta degi jóla gaf æðsti strumpur mér .... etc.

Vertu vör um þig svona tannadraumar eru ekki neitt spes en þú ert spes og  það bjargar öllu. 

Næsýpæsýjólakveðjur

www.zordis.com, 13.12.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband