Færsluflokkur: Bloggar

ekki hleypa mér nálægt eldhústækjum...plís...

"ég blogga. þess vegna er ég" á EKKI við mig....er að blogga svona á mánaðarfresti. dúbbídúú...Whistling

míns er loksins komin með krullur eftir erfiða viðureign hárgreiðslukonu við sléttu hárlufsurnar, en eiturefnin sigruðu að lokum! Nú vakna ég á morgnana ennþá villtari og úfnari en áður, með lokka sem líta út fyrir að vera úr einhvers konar vír, gasalega ánægð að vera ekki slétt og feld.

jamm, ýmislegt leggur nú maður á sig fyrir lúkkið!

Ég lenti í glæfralegu atviki um daginn sem tengist að einhverju leiti þessum lokkum.

Um daginn var ég að gera mér sjeik í blandaranum mínum sem er ekki í frásögur færandi nema að ég þurfti oggóponsu að ýta með gafflinum ofan í til að frosnu bláberin færu í hakk..........úbbbs heilasellurnar voru ennþá ekki komnar í lag eftir permanett eiturefnablönduna góðu.....EEEn allavega þá fer ég aðeins og neðarlega í blandarann og beint með gafflinn í hakkarann og PLAFFFFFSPLAFFFKLAFFFP'UFFF og SLURRRRPPPPPPPPPPSPLASSSSSSSSS

ég stóð á gólfinu, ennþá í heilu lagi samt, allt eldhúsið var orðið berjablátt, loftið og gólfið, bara ALLT og auðvitað hún gáfaða ég líka! var fjólublá í heilan dag en samt fegin að eiga alla fingur ennþá á höndinni minni hjúkketttt!!! Hefði nú ekki verið gaman að fá eitt stykki putta í berjasjeikinn minn ummmmmmm...en haldið ykkur nú fast!! Það var samt nóg ofan í blandaranum af sjeik í eitt lítið glas og drakk ég hann í geðshræringu yfir heimsku minni og fljótfærni, bláberjablá að utan sem og innan þreíf ég svo eldhúsið og lofaði sjálfri mér að verða aldrei kokkur eða eitthvað annað sem kemur nálægt eldhústækjum.


...En auðvitað var þetta allt saman permanettinu að kenna sko!!!! heeehe...

orð

ég lét mig fljóta í öldugangi orða þinna

smakkaði á söltu bragði þeirra

lakkaði á mér táneglurnar með yfirlýsingum þínum

dansaði tangó við svörin þín

hámaði gráðug í mig lýsingarorðin

ældi viljandi yfir sagnorðin

skyrpti yfir atviksorð

slóst fagmannlega við nafnorðin

lá örmagna við spurningamerki

yfirbuguð settist ég ofan á punkt.

 

 

 

 


þegar ég stórslasaði tíræða konu og skammaðist mín ekkert fyrir það!

Krónan krónan krónan og krónan......þá er ég búin að blogga um krónuna...og bæ ðö vei þá á ég ekki krónu.....Er krónan með króníska geðhvarfasýki? já blessuð krónan alltaf hress...Einu sinni gat ég keypt mér 2 kúlur fyrir krónu...það var fyrir vestan 1987...krónuskrattinn á ekki sjö dagana sæla núna...enda fara 100 krónur bráðum í mjólkina....ég drekk samt ekki mjólk...heppin ég....

 Ég hafði þann kost á að velja á milli gamlingja og smábarna og ég valdi....trommusóló.......GamlingjanaW00t  Þrátt fyrir að ég hafi "stórslasað" eina tíræða konu ekki fyrir svo löngu og í hvert skipti sem ég hitti hana þá er hún alltaf jafn sniðug að minna mig á verknaðinn, horfir á mig hvolpaaugum og lyftir upp buxnaskálminni þar sem hún hafi rekið sig í og sýnir mér marblettinn stóra og segir alltaf sjáðu hvað þú gerðir mér! Fyrstu 5 skiptin fékk ég óskaplegt samviskubit þrátt fyrir að hafa lítið með þetta óhapp að gera, en svo er ég orðin svo harðbrjósta núna að ég horfi á marblettinn snarminkaða með ísköldum augum og fæ ekki einu sinni samviskunart hvað þá bit....

Börnin voru rosa sæt og það er voða gaman að knúsa þau og sona en af einhverjum ástæðum þá líður mér eins og geimveru inná leikskóla að vinna með börnum. Alien Ég var alltaf að spá í því hvað væri að mér, af hverju er ég ekki alveg í essinu mínu, er ég ekki með neitt móðureðli? Mér finnst rosalega leiðinlegt að sussa og siða og segja til og allt það...Fæ bara alveg gæsahúð af leiðindum...hvað þá ef ég þarf að setja einhvern óþekkan í skammarkrókinn....og vera virkilega að lifa mig inní það því mig langar svo rosalega til að barnið sé stillt....það bara er ekki  í mér að finnast það vera mitt hlutverk....kannski þess vegna sem ég er eins og geimvera inná leikskóla....mér leiðist að aga og skipa og sussa og segja nei þetta má ekki!!! úff ég verð skelfileg móðir Sideways

Ooooohhh ég þarf að fara að syngja.....annars deyr eitthvað inní mér....

 


hver stal kennitölunni minni í janúar og keypti sér tölvu?

Er einhver þarna úti sem fór í Elkó þann 21.janúar og tók tölvukaupalán uppá 240 þúsund með týnt gamalt debitkort á mínu nafni og lét af góðmennsku sinni dreifa láninu í 4 ár?

Jább, svona er ísland í dag! Ekki séns að fá lán í banka en hvaða jóna sem er getur labbað inní raftækjabúðina Elkó og tekið tölvulán með því að sýna eitthvað debitkort, sem búið er að loka og læsa, án þess að nokkur kippi sér upp við það og eina sem þú þarft að gera er að skrifa undir og ljósrit tekið af stolna kortinu! Svo er ég bara komin alltí einu á vanskilaskrá hjá einhverju innheimtufyrirtæki útí bæ sem segjir bara við mig "jú þú keyptir tölvu í janúar uppá 240 þúsund, gleðilega páska".

En jæja er búin að kæra þetta og allt það.

 Var að spá í því hvort Lalli Johns hefði labbað inn með svarta hárkollu og vanilludropa í vinstri og keypt eitt stykki tölvu! Júbb Kristín Erla heiti ég! Gúgglaðu því bara!!


krossgötublús

Hvað á maður að gera þegar maður er hættur að gera það sem maður var vanur að gera og langar að fara að gera eitthvað annað en maður var vanur að gera?

 hmmmmm....

Júbb ég er hætt í listaháskólanum, hætt í klassíkinni eftir 6-7 ára viðveru á þeim slóðum. Syng núna í lausu lofti, allskyns lög sem eiga ekkert skylt við óperu W00t Þvílíkt guðlast!!! En aldrei hef ég fundið mig algjörlega í þessum klassíska heimi, mér hefur lífsins ómögulega tekist að standa kyrr þegar ég syng, þess vegna var ég ein af þeim söngkonum sem hélt mér eins ég ætti lífið að leysa í píanóið allan tímann, fékk einhverja jarðtengingu var mér sagt! Svo hef ég aldrei getað lært tónfræði og hljómfræði þrátt fyrir miklar viðreyningar! Hlustaði t.a.m aldrei á óperur eða annað klassískt, allt annað var í mínum eyrum, uuuu vissi ekkert í minn klassíska haus um klassík. Ég elskaði bara að syngja....that´s it....Stundum held ég að við séum að flækja frekar einfaldan hlut, að syngja og leyfa sér að fara á flug með þessu fyrirbæri sem er röddin! Stundum held ég líka að of mikið nám getir að einhverju leiti drepið ástríðuna....nú eru einhverjir algjörlega ósammála mér og ég verð líka stundum ósammála mér....en samt var reynslan mín þannig, ég þurfti að hætta í náminu til að geta fundist gaman að syngja aftur....þurfti að fylgja hjartanu og þindinni....núna syng ég af innri þörf en ekki af því að ég þarf þess....en mun kannski ekkert komast útúr sturtunni með það.....

 Samt er voða gott og nausynlegt að standa svona á krossgötunni og mæna í allar áttir eins og fífl, standa bara aðeins á rauðu ljósi......verst að það er enginn þarna sem hjálpar mér að fara yfir, enginn sem bendir í austur, vestur, á þann sem að þér þykir bestur? myndi líka vera fljót að hella mér yfir hann og senda hann norður og niður, því miður!

Ég er í dramatísku skapi, með dramatíska tölvu sem breimar eins og köttur í kjöltunni minni. Er samt ekki dramatískur sópran, eins furðulegt og það hljómar því ég er dramatísk stúlka. Ég er coleratur, sem er hæsta sópranröddin, fer upp og niður, hratt og létt. En kannski þarf ég bara að klippa í burtu alla merkimiða og byrja uppá nýtt? Finna sér nýja skúffu til að troða sér í og athuga hvað gerist svo? Gerast skúffusöngkona með fjaðrir í hárinu? Breyta mér í gellu og fara í poppbransann? djassgeggjari? enn eitt krúttið? svo er það alltaf í stöðunni á íslandi að gerast bakraddasöngkona og lauma sér svo eins og músin inní bransann? Brúðkaups og jarðafarasöngkona? Er nú þegar svona "syng í veislum hjá allri fjölskyldunni þangað til allir eru búnir að fá ógeð af mér" söngkona.Hef alltaf fílað Tom Waits, gæti tekið upp plötu með lögum hans í breyttri, klassískri útgáfu og fengið alla "elítuna" á móti mér og yrði gerð útlæg úr tónlistarheiminum forever eins og idolkrakki? gæti herjað á "djók-markaðinn" og tekið Geir Ólafs á þetta?

hummmm...svo margir spennandi og hressandi kostir!!Crying

 En þangað til ætla ég að syngja í sturtunni......


kastljósið að brillera!

ahahahahaha ég sprakk úr hlátri yfir kastljósinu í kveld, alveg brilliant móment þar á ferð!

Þar átti að sýna kosningaherferðs myndband frá Hillary Clinton þar sem hún lofar öllu fögru ef hún verður kosin nema að í endann þá kemur greinilega einhver djók endir, sem einhver snillingurinn þarna úti hefur sett saman, þar sem sagt er að hún muni láta sérsveitina drepa börnin þín ef þú ekki kýst hana. Þetta setti umræðuna nú aðeins úr skorðum og viðmælendurnir voru nú ekki alveg að samþyggja að þetta væri rétta myndbandið.

Æjjæjæj og úbbs! smá mis.....

Kannski eins gott að þetta gerðist ekki þarna úti í einhverjum spjallþættinum, þar fengju sko hausar að fjúka!  En þar sem ég ligg í makindum mínum og vorkenni mér yfri því að vera með forláta kinnholusýkingu á háu stigi þá fagna ég svona "rugli" til að poppa upp annars litlaust líf mitt um þessar mundir.

Þórhallur, meira svona, meira svona W00t


að hnerra eða ekki hnerra....

Hvernig er það eiginlega, er ekki hægt að losna við þessa flensuáskrif?

Er búin að drekka engiferte fyrir 2 lífstíðir og hnerra uppí fullnægingar fyrir a.m.k 3 meðalkonu lífstíðir (ef miðað er við aldurinn 14-80 ára). Er ekki annars einn hnerri 1% fullnæging? Reiknið nú!!

Í þrifja skiptið á einum mánuði poppar flensan upp með sín skemmtilegheit, horið sitt og hausverkinn og hertekur kroppinn minn. Ég er hætt að botna í þessu rugli, heilbrigð stúlka að eðlisfari og frekar mikill nagli sem kallar sko ekki allt ömmu sína, liggur núna eins og slytti uppí rúmi og vorkennir sér. Ég er farin að halda að vinnuveitendur mínir á stöðunum tveimur séu farnir að halda að ég sé í eiturlyfjum eða einhverju öðru veseni, kannski halda þeir að ég sé forfallinn bloggfíkill. En eins og þið sjáið hér þá er það ekki rétt, hef ekki bloggað lengi lengi. Loksins núna sem ég hef tíma til þess, þótt rænulaus andskoti ég sé.

Ég hef satt að segja ekkert að segja annað en guð blessi íbúfen!!! Á einhver heróín? Anyone?

 


Græn maurætupiparkaka, fiðurkollur í sundi og tannleysi

Sat í bleika prinsessuherberginu áðan, í turnherberginu góða, nýbúin að skreyta piparkökur, með græna maurætupiparköku í poka handa Þórði sem var bytheway það dolfallinn yfir listrænum hæfileikum mínum að hann át vesalinginn fljótt, snöggt, engar þjáningar, piparkökudrengir og stúlkur um allan heim hefðu ekki getað endal líf sitt hraðar og betur.

 Ég er byrjuð að vinna í fríinu mínu, á gamla staðnum mínum á Hrafnistu, endurhæfingadeild. Held það sé ekki betri leið til að komast í jólaskap en að  skottast um með gamlar fiðurkollur og kalla, spjallandi um gömlu jólin við vitur fólk sem man tímanna tvenna ef ekki þrenna!

já það er alveg yndislegt að vera þarna. Svo ætla ég að syngja í jólasundinu næsta mánudag. Þá verður jólastund í sundlauginni, presturinn og fólkið á bakkanum, sundgellurnar í lauginni að sýna fimi sína, ég þarna eitthvað að reyna að vera dívuleg við kvennaklefan og malt og appelsínið fllæðir, konfekt og kroppasýning. Er ennþá að velta jólalögunum fyrir mér, ætla að syngja þrjú lög, get bara ekki ákveðið mig! Ef þið hafið hugmyndir að jólalögum sem gæti verið sneddí að syngja á sundlaugarbakka þá endilega spill it át...

  Mig dreymdi í nótt að ég missti úr mér tennurnar ég hélt á þeim í lófanum því ég ætlaði að setja þær uppí mig seinna. Síðan kom Páll Óskar inní þetta einhverveginn, man ekki hvað hann var að gera en ég var allavega tannlaus!

.........Steikt,steiktari,steiktust..........

 


stefnumót við eymdina

 Til að toppa síðustu færslu hjá mér sem var nú frekar þunglyndisleg þá kemur hér eitt melódramatískt ljóð! Mikið er nú gott að bulla útí vindinn á svona hryssinslegum dögum, liggja undir teppi og tjá sig um hinn óbærilega þungleika lífsins. Er ekki lífið yndislegt?

 

Dating my misery

I'm just not that kind of girl who makes jokes in  cemetaries

and stump on peoples graves for fun

I ´m not that kind of girl who cries the tears of happiness

Just to feel alive

 

I only date my misery

Because it´s what I know

 

I only sleep with hollowness

Because I am that low

 

The rain wakes up inside my head

Pouring down

Soaking

All is wet

But all is clean

This is my way to

Pour all over you

Over my self

In endless rain of my old ways


Lífrænt ræktuð hormónastarfsemi?

Sumir dagar eru einfaldlega dæmdir til að verða ömurlegir dagar. Sama hvað þú reynir að lappa uppá, skreyta, klippa til og líma þeir verða bara áfram ömurlegir dagar.

Ég er akkúrat stödd í þessum "ömurlegu dögum" þessa dagana. En ömurlegir dagar hafa alveg rétt á sér rétt eins og hinir FRÁBÆRU.

Æji klisjan um að þú verðir að upplifa slæmt til að meta gott og allt það.

Næst þegar ég hitti kunningja í Bónus og hvaðeraðfréttafþérgamanaðsjáþigverðumaðfaraaðhittast samræðurnar eru í hámarki ætla ég hér eftir að segja sannleikann,

já æji veistu það er bara allt ömurlegt hjá mér þessa dagana, gjörsamlega í kjallaranum núna og það var slæmur dagur hjá kvíðahópnum mínum,

allir að gráta og svona,

allt bara í volli eins og gengur og gerist, held þetta sé bara með verri dögum sem ég hef upplifað,

já held það bara, eins gott að ég fara bara ekki að stúta mér!

 hahahahahahaha aajæjæj

 en hvað segirðu alltaf í ræktinni?

 Þessir ömurlegu dagar yrði þá kannski loksins viðurkenndir sem eðlilegir og bara hluti af tilverunni frekar en að þeir væri eitthvað tabú.

Við erum ekki alltaf jafn hress og útvarpsmennirnir á fm þrátt fyrir að heilinn sé í tvöföldum skammti af geðlyfjamarineríngu ásamt dass af lífrænt ræktaðri hormónastafsemi.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband