4.3.2008 | 14:50
að hnerra eða ekki hnerra....
Hvernig er það eiginlega, er ekki hægt að losna við þessa flensuáskrif?
Er búin að drekka engiferte fyrir 2 lífstíðir og hnerra uppí fullnægingar fyrir a.m.k 3 meðalkonu lífstíðir (ef miðað er við aldurinn 14-80 ára). Er ekki annars einn hnerri 1% fullnæging? Reiknið nú!!
Í þrifja skiptið á einum mánuði poppar flensan upp með sín skemmtilegheit, horið sitt og hausverkinn og hertekur kroppinn minn. Ég er hætt að botna í þessu rugli, heilbrigð stúlka að eðlisfari og frekar mikill nagli sem kallar sko ekki allt ömmu sína, liggur núna eins og slytti uppí rúmi og vorkennir sér. Ég er farin að halda að vinnuveitendur mínir á stöðunum tveimur séu farnir að halda að ég sé í eiturlyfjum eða einhverju öðru veseni, kannski halda þeir að ég sé forfallinn bloggfíkill. En eins og þið sjáið hér þá er það ekki rétt, hef ekki bloggað lengi lengi. Loksins núna sem ég hef tíma til þess, þótt rænulaus andskoti ég sé.
Ég hef satt að segja ekkert að segja annað en guð blessi íbúfen!!! Á einhver heróín? Anyone?
Athugasemdir
Það er töggur í þér að koma með blogg á 3ja mánaða fresti Láttu þér batna dúlla snúlla tjúlla .......
www.zordis.com, 4.3.2008 kl. 20:30
hehehe takk takk
úfff, mér finnst allir svo rosalega öflugir að blogga á hverjum degi, ég ætla samt að vona að ég fari að blogga allavega sona einu sinni í mánuði!
Kristín Erla Kristjánsdóttir, 5.3.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.