krossgötublús

Hvað á maður að gera þegar maður er hættur að gera það sem maður var vanur að gera og langar að fara að gera eitthvað annað en maður var vanur að gera?

 hmmmmm....

Júbb ég er hætt í listaháskólanum, hætt í klassíkinni eftir 6-7 ára viðveru á þeim slóðum. Syng núna í lausu lofti, allskyns lög sem eiga ekkert skylt við óperu W00t Þvílíkt guðlast!!! En aldrei hef ég fundið mig algjörlega í þessum klassíska heimi, mér hefur lífsins ómögulega tekist að standa kyrr þegar ég syng, þess vegna var ég ein af þeim söngkonum sem hélt mér eins ég ætti lífið að leysa í píanóið allan tímann, fékk einhverja jarðtengingu var mér sagt! Svo hef ég aldrei getað lært tónfræði og hljómfræði þrátt fyrir miklar viðreyningar! Hlustaði t.a.m aldrei á óperur eða annað klassískt, allt annað var í mínum eyrum, uuuu vissi ekkert í minn klassíska haus um klassík. Ég elskaði bara að syngja....that´s it....Stundum held ég að við séum að flækja frekar einfaldan hlut, að syngja og leyfa sér að fara á flug með þessu fyrirbæri sem er röddin! Stundum held ég líka að of mikið nám getir að einhverju leiti drepið ástríðuna....nú eru einhverjir algjörlega ósammála mér og ég verð líka stundum ósammála mér....en samt var reynslan mín þannig, ég þurfti að hætta í náminu til að geta fundist gaman að syngja aftur....þurfti að fylgja hjartanu og þindinni....núna syng ég af innri þörf en ekki af því að ég þarf þess....en mun kannski ekkert komast útúr sturtunni með það.....

 Samt er voða gott og nausynlegt að standa svona á krossgötunni og mæna í allar áttir eins og fífl, standa bara aðeins á rauðu ljósi......verst að það er enginn þarna sem hjálpar mér að fara yfir, enginn sem bendir í austur, vestur, á þann sem að þér þykir bestur? myndi líka vera fljót að hella mér yfir hann og senda hann norður og niður, því miður!

Ég er í dramatísku skapi, með dramatíska tölvu sem breimar eins og köttur í kjöltunni minni. Er samt ekki dramatískur sópran, eins furðulegt og það hljómar því ég er dramatísk stúlka. Ég er coleratur, sem er hæsta sópranröddin, fer upp og niður, hratt og létt. En kannski þarf ég bara að klippa í burtu alla merkimiða og byrja uppá nýtt? Finna sér nýja skúffu til að troða sér í og athuga hvað gerist svo? Gerast skúffusöngkona með fjaðrir í hárinu? Breyta mér í gellu og fara í poppbransann? djassgeggjari? enn eitt krúttið? svo er það alltaf í stöðunni á íslandi að gerast bakraddasöngkona og lauma sér svo eins og músin inní bransann? Brúðkaups og jarðafarasöngkona? Er nú þegar svona "syng í veislum hjá allri fjölskyldunni þangað til allir eru búnir að fá ógeð af mér" söngkona.Hef alltaf fílað Tom Waits, gæti tekið upp plötu með lögum hans í breyttri, klassískri útgáfu og fengið alla "elítuna" á móti mér og yrði gerð útlæg úr tónlistarheiminum forever eins og idolkrakki? gæti herjað á "djók-markaðinn" og tekið Geir Ólafs á þetta?

hummmm...svo margir spennandi og hressandi kostir!!Crying

 En þangað til ætla ég að syngja í sturtunni......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Að fylgja hjartanu er sennilega það mikilvægasta sem og hinu innra! 

Finn samt til í mínu hjarta að lesa hjá þér en aðalmálið er að vera sáttur og geta séð hlutina í réttu ljósi og svo geturu bara byrjað á nýjan leik ef það hentar eða tekið þjóðina á öndinni á fottum djasstónleikum!

Ég mæti (ef ég fæ boðskort) ....  knús á þig

www.zordis.com, 9.3.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband