hver stal kennitölunni minni í janúar og keypti sér tölvu?

Er einhver þarna úti sem fór í Elkó þann 21.janúar og tók tölvukaupalán uppá 240 þúsund með týnt gamalt debitkort á mínu nafni og lét af góðmennsku sinni dreifa láninu í 4 ár?

Jább, svona er ísland í dag! Ekki séns að fá lán í banka en hvaða jóna sem er getur labbað inní raftækjabúðina Elkó og tekið tölvulán með því að sýna eitthvað debitkort, sem búið er að loka og læsa, án þess að nokkur kippi sér upp við það og eina sem þú þarft að gera er að skrifa undir og ljósrit tekið af stolna kortinu! Svo er ég bara komin alltí einu á vanskilaskrá hjá einhverju innheimtufyrirtæki útí bæ sem segjir bara við mig "jú þú keyptir tölvu í janúar uppá 240 þúsund, gleðilega páska".

En jæja er búin að kæra þetta og allt það.

 Var að spá í því hvort Lalli Johns hefði labbað inn með svarta hárkollu og vanilludropa í vinstri og keypt eitt stykki tölvu! Júbb Kristín Erla heiti ég! Gúgglaðu því bara!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já það er undarlegt að svona gerist bara upp úr þurru. Ég held að þú sleppir alveg út úr þessu en það tekur vesen og tíma og er alveg hundleiðinlegt að lenda í

Ragnheiður , 22.3.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, vá, vá! Þetta hélt ég að væri ekki hægt! Ég var lasin um daginn og sendi son minn með debitkortið mitt út í búð og beið við símann eftir að hringt yrði í mig eftir staðfestingu ... sem kom aldrei. Þetta er kannski bara hægt á Skaganum þar sem næstum allir þekkja næstum alla. Vonandi færðu leiðréttingu á þessu sem allra fyrst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er óþolandi dæmi en þú átt ekki að þurfa að borga þetta því rithandarsýnishorn á að redda þessu!  Nema að það þurfi ekki að kvitta lengur á Íslandi???  En þetta er nú bara ógeð að fólk skuli gera þetta

Amunt!

www.zordis.com, 26.3.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Kristín Erla Kristjánsdóttir

já fólk er ótrúlegt alveg  Jú viðkomandi þurfti að kvitta og síðan er til eftirlitsmyndband af henni! Ég þarf ekkert að borga...

Kristín Erla Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband