Geðlyfja-dúett?

Jahérna hér! Mín barasta komin með moggablogg :)

Hér mun ég líklega láta dæluna ganga, hreinsa hugann og dömpa öllu ruglinu útí forarpitt internetsins bara af því bara.

 Ég er 27 ára gömul kerla sem elska að syngja og er að læra klassískan söng, var að byrja í Lhí núna í haust og fæ þar útrás fyrir óhljóðin ;)

Það er svo merkilegt með tónlist hvað hún getur breytt hugarástandi fólks, ég er þessi viðkvæma týpa sem tek allt inná mig og stundum er eins og þriðja heimstyrjöldin brjótist um í hausnum á mér en þegar ég syng þá hverfa heimstyrjaldir eins og dögg fyrir sólu og ekkert annað kemst að nema tónlistin sjálf. Enda í raun svoldið líkt hugleiðslu, að tæma hugann, er það ekki bara málið? Hvernig væri að gera líf okkar að eilífum söngleik? Við getum sungið allt sem við segjum, útí búð, í bankanum og í vinnunni. Allt voða skemmtilegur gjörningur svo framarlega sem við verðum ekki lögð inná geðdeild. Það má þá svo sem syngja þar líka. Gæti orðið svona drama söngleikur í anda Dancer In The Dark. Held það nú! Ohh ég er strax farin að sjá fyrir mér geðlyfja-dúettinn sunginn af Agli Ólafsyni og Ólavíu Hrönn.

....Held það sé kominn tími til að fara að sofa.....


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband